Omar Sowe var í miklu stuði fyrir Leikni Reykjavík í kvöld sem spilaði við Gróttu í Lengjudeild karla.
Omar gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu í leiknum sem Leiknir vann að lokum með þremur mörkum gegn einu.
Rasmus Christiansen lagaði stöðuna fyrir Gróttu í 2-1 í seinni hálfleik en eftir það skoraði Omar sitt þriðja mark og gulltryggði sigurinn.
Afturelding átti þá frábæran leik gegn Grindavík og vann sannfærandi 3-0 útisigur.
Leiknir R. 3 – 1 Grótta
1-0 Omar Sowe
2-0 Omar Sowe
2-1 Rasmus Christiansen
3-1 Omar Sowe
Grindavík 0 – 3 Afturelding
0-1 Elmar Kári Enesson Cogic
0-2 Sævar Atli Hugason
0-3 Andri Freyr Jónasson