fbpx
Miðvikudagur 15.janúar 2025
433Sport

Baldvini blöskrar umfjöllun um sig – „Það sauð hvergi uppúr“

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 19. júlí 2024 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Baldvin Már Borgarsson, þjálfari FC Árbæjar, þvertekur fyrir að það hafi soðið upp úr í leik sinna manna gegn Víkingi Ó á miðvikudag.

Baldvin var ósáttur við dómgæsluna í leiknum, sem var liður í 16-liða úrslitum Fótbolti.net bikarsins og hans lið vann 3-2. Hann var til að mynda spjaldaður fyrir mótmæli.

Það má bara ekkert segja við þessa gauka sem eru að dæma þessa leiki hjá okkur. Leikmaður númer 6 hjá Víking Ólafsvík var búinn að brjóta endalaust, hann var meira að segja nýbúinn að labba upp að mér og slá mig í andlitið. Þeir voru ekki að spjalda rassgat á Víking Ólafsvík. Mér fannst dómgæslan ekkert æðisleg í leiknum. Gary Martin var endalaust rífandi í menn, ég var nú að spá í að labba inn í klefa með treyju fyrir hann fyrst hann að var rífandi í menn allan helvítis fyrri hálfleikinn áður en hann var tekinn útaf.

Mér fannst hann (Gary Martin) fá of mikla virðingu í dag og sama með Víking Ólafsvík sem stóra liðið í dag innan gæsalappa. Um leið og ég bað um eitthvað eitt spjald sem var bara pjúra spjald þá spjalda þeir mig bara. Það er auðvelt að spjalda unga þjálfara virðist vera,“ sagði Baldvin í samtali við Fótbolta.net eftir leik.

Gagnrýnir fréttaflutning

Í frétt 433.is í gær voru teknar saman athugasemdir þar sem viðstaddir á leiknum höfðu gagnrýnt Baldvin harðlega. Var til að mynda sagt að hegðun Baldvins í leiknum hafi verið til skammar, eitthvað sem hann segir af og frá. Hann neitar því þá að soðið hafi upp úr eins og var slegið upp í frétt gærdagsins.

„Það sauð hvergi uppúr í kringum þennan leik, mitt lið var hvatt til þess að breyta nafninu í “Öskuraparnir” fyrir þau “læti” sem við áttum að hafa verið með samkvæmt eldri borgara frá Ólafsvík sem sagði sína sáru skoðun eftir tapleik gegn liði í deild neðar og jú, ég sjálfur vissulega var heppinn að fá ekki rautt spjald fyrir það að hindra leikmann Ólafsvíkinga frá því að fá boltann og koma honum aftur í leik, á því momenti var ég á gulu spjaldi en leikmaður Ólafsvíkur sló mig þrisvar nokkuð léttvægt í andlitið og brosti ég yfir því frekar en að vera með leikþátt eins og hver annar vesalingur í dag hefði líklegast gert til þess að reyna að fiska þennan leikmann af velli með rautt spjald, ég sagði frá þessu atviki til rökstuðnings míns máls í viðtalinu, í gagnrýni á dómgæsluna. Það var svo notað í fyrirsögn og skapaði tiltekna umræðu sem um ræðir,“ segir Baldvin í færslu á Facebook og á þar við fyrirsögn í viðtalinu við Fótbolta.net.

„Eftir leikinn fór Brynjar þjálfari Víkinga einnig í viðtal þar sem hann hrósaði mínu liði í hástert fyrir að hafa lagt mikla ástríðu og orku í leikinn, ásamt því að hvetja sitt lið til þess að fara að okkar fordæmi, taka okkur til fyrirmyndar og mæta eins og við gerðum í gær inn í komandi leiki Víkinga. Viðhorf Brynjars er virkilega gott enda get ég ekki verið annað en stoltur yfir því hvernig mitt lið mætti til leiks, hvað strákarnir lögðu á sig til þess að vinna þennan leik og það tókst.“

Baldvin er þá gríðarlega ósáttur með fréttaflutninginn í gær. „Því þarna eru settar fram einhliða og tilfinningalegar skoðanir stuðningsfólks tapliðsins upp í bull og vitleysu,“ segir hann meðal annars um fréttina hér á miðlinum í gær.

Pistillinn í heild er hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Fernandes tjáir sig ítarlega um Amorim: ,,Hann hefur fulla trú á þessu“

Fernandes tjáir sig ítarlega um Amorim: ,,Hann hefur fulla trú á þessu“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Tjáir sig í fyrsta sinn eftir að sambandinu lauk mjög óvænt: Vildi búa einn og hætti við giftinguna – ,,Tók mig fimm mínútur að jafna mig“

Tjáir sig í fyrsta sinn eftir að sambandinu lauk mjög óvænt: Vildi búa einn og hætti við giftinguna – ,,Tók mig fimm mínútur að jafna mig“
433Sport
Í gær

FH útskýrir sitt mál: Fjölmiðlar harðlega gagnrýndir og boðað til fundar – „Virtist frekar miða að því að vega að heiðri forsvarsmanna félagsins“

FH útskýrir sitt mál: Fjölmiðlar harðlega gagnrýndir og boðað til fundar – „Virtist frekar miða að því að vega að heiðri forsvarsmanna félagsins“
433Sport
Í gær

Víkingur staðfestir komu Atla Þórs

Víkingur staðfestir komu Atla Þórs