Gary Lineker, fyrrum landsliðsmaður Englands, telur að það sé mögulegt að Harry Kane sé að leggja landsliðsskóna á hilluna.
Kane verður 31 árs gamall á þessu ári og var ekki upp á sitt besta í lokakeppni EM í Þýskalandi í sumar.
Kane er markahæsti leikmaður í sögu Englands með 66 mörk en Lineker þekkir álagið vel sem fylgir því að spila með bæði landsliði og félagsliði.
,,Hann var ekki hann sjálfur á þessu móti. Hann er orðinn þrítugur,“ sagði Lineker um framherjann.
,,Þegar ég var 30 eða 31 þá byrjaði ég að þreytast. Ég ákvað að hætta að spila með landsliðinu 32 ára gamall.“
,,Þegar ég var 31 árs gamall þá byrjaði ég að finna til og það er ömurleg tilfinning, ömurleg.“