Gareth Southgate er hættur sem landsliðsþjálfari Englands. Þessar fréttir koma tveimur dögum eftir að liðið tapaði úrslitaleik Evrópumótsins EM gegn Spánverjum.
Samningur Southgate var að renna út í lok árs en enska knattspyrnusambandið vildi framlengja hann samkvæmt fréttum. Nú hefur kappinn hins vegar sagt upp.
Southgate hefur stýrt enska liðinu síðan 2018. Hann náði heilt yfir fínum árangri, kom liðinu tvisvar í úrslitaleik EM og einu sinni undanúrslit HM.
„Sem stoltur Englendingur hefur það verið mesti heiður lífs míns að spila með og þjálfa enska landsliðið,“ segir Southgate sem er einnig fyrrum landsliðsmaður.
„Þetta hefur haft svo mikla þýðingu fyrir mig og ég hef gefið allt sem ég á. En nú er kominn tími á breytingu, nýjan kafla. Því yfirgef ég stöðu mína.“
Enska knattspyrnusambandið þarf því að ráðast í þjálfaraleit. Næsti leikur er gegn lærisveinum Heimis Hallgrímssonar í írska landsliðinu þann 7. september. Leikurinn er liður í Þjóðadeildinni.