fbpx
Miðvikudagur 05.febrúar 2025
433Sport

Risatíðindi frá Englandi – Southgate hættur

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 16. júlí 2024 10:08

Gareth Southgate

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gareth Southgate er hættur sem landsliðsþjálfari Englands. Þessar fréttir koma tveimur dögum eftir að liðið tapaði úrslitaleik Evrópumótsins EM gegn Spánverjum.

Samningur Southgate var að renna út í lok árs en enska knattspyrnusambandið vildi framlengja hann samkvæmt fréttum. Nú hefur kappinn hins vegar sagt upp.

Southgate hefur stýrt enska liðinu síðan 2018. Hann náði heilt yfir fínum árangri, kom liðinu tvisvar í úrslitaleik EM og einu sinni undanúrslit HM.

„Sem stoltur Englendingur hefur það verið mesti heiður lífs míns að spila með og þjálfa enska landsliðið,“ segir Southgate sem er einnig fyrrum landsliðsmaður.

„Þetta hefur haft svo mikla þýðingu fyrir mig og ég hef gefið allt sem ég á. En nú er kominn tími á breytingu, nýjan kafla. Því yfirgef ég stöðu mína.“

Enska knattspyrnusambandið þarf því að ráðast í þjálfaraleit. Næsti leikur er gegn lærisveinum Heimis Hallgrímssonar í írska landsliðinu þann 7. september. Leikurinn er liður í Þjóðadeildinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Nánast útilokað að Rashford klæðist treyju United aftur

Nánast útilokað að Rashford klæðist treyju United aftur
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Conte pirraður út í forráðamenn Napoli sem keyptu ekki þá sem hann vildi

Conte pirraður út í forráðamenn Napoli sem keyptu ekki þá sem hann vildi
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Þetta voru tíu dýrustu kaupin í janúar – City borgaði 32 milljarða fyrir fjóra leikmenn

Þetta voru tíu dýrustu kaupin í janúar – City borgaði 32 milljarða fyrir fjóra leikmenn
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Tvö íslensk félög sett í bann af FIFA í síðustu viku – „Ég veit ekki meira um málið í dag“

Tvö íslensk félög sett í bann af FIFA í síðustu viku – „Ég veit ekki meira um málið í dag“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þetta gæti orðið byrjunarlið Arnars í hans fyrsta leik við stýrið í næsta mánuði

Þetta gæti orðið byrjunarlið Arnars í hans fyrsta leik við stýrið í næsta mánuði
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Enska pressan vekur athygli á ískaldri kveðju sem unnusti Sveindísar Jane fékk í gærkvöldi

Enska pressan vekur athygli á ískaldri kveðju sem unnusti Sveindísar Jane fékk í gærkvöldi
433Sport
Í gær

Söðlar um innan Bestu deildarinnar

Söðlar um innan Bestu deildarinnar
433Sport
Í gær

Holding skiptir um félag

Holding skiptir um félag