Stuðningsmenn Manchester United voru margir hissa er þeir komust að því hvað sóknarmaðurinn Joshua Zirkzee fær í laun.
Zirkzee kom til United á dögunum frá Bologna en hann er talinn hafa kostað um 40 milljónir punda.
United á það svo sannarlega til að borga leikmönnum of há laun en Zirkzee er alls ekki á meðal launahæstu leikmanna liðsins.
Það kom mörgum á óvart að heyra af launum Zirkzee sem fær um 56 þúsund pund á viku.
Hollendingurinn er 23 ára gamall en hann var hluti af hollenska landsliðinu á EM í Þýskalandi í sumar en kom lítið við sögu.
United hefur leik í ensku úrvalsdeildinni þann 16. ágúst gegn Fulham.