Pólland 0 – 1 Ísland
0-1 Sveindís Jane Jónsdóttir(’32)
Íslenska kvennalandsliðið hafnar í öðru sæti riðils síns í undankeppni EM þrátt fyris sigur á Pólverjum í kvöld.
Leikið var ytra en Ísland vann leikinn 1-0 þar sem Sveindís Jane Jónsdóttir gerði eina markið.
Því miður dugar það stelpunum ekki þar sem Þýskaland vann öruggan 4-0 heimasigur á Austurríki á sama tíma.
Þýskaland er í efsta sæti riðilsins með 15 stig, tveimur stigum meira en Ísland eftir sex leiki.
Pólland var svo sannarlega ekki heillandi í riðlinum og fékk ekki stig og endaði þá með markatöluna 4:17.