fbpx
Miðvikudagur 05.febrúar 2025
433Sport

Carragher botnaði ekkert í þessu er hann horfði á úrslitaleikinn

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 16. júlí 2024 09:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jamie Carragher botnar lítið í því uppleggi enska landsliðsins að láta markvörðinn Jordan Pickford svo oft sparka langt í úrslitaleik EM gegn Spáni í fyrrakvöld.

Liverpool-goðsögnin skrifar þetta í pistli fyrir Telegraph, þar sem hann fer yfir 2-1 tap Englands í úrslitaleiknum.

Pickford sparkaði oft langt í leiknum og þrátt fyrir að Jude Bellingham og Harry Kane hafi oft unnið skallaeinvígi í kjölfarið tapaði enska liðið oft boltanum.

„Eins og Southgate kom inn á í viðtali eftir leik héldum við boltanum ekki nægilega vel gegn liði sem getur drepið þig með því að halda boltanum endalaust. Ég trúi ekki að Jordan Pickford hafi verið beðinn um að fara svona oft langt,“ skrifar Carragher en tekur einnig fram að aðrir leikmenn hafi ekki boðið markverðinum upp á nógu góða möguleika.

„Ég hef spilað nógu marga leiki þar sem leikmenn fela sig og vonast til að eitthvað komi út úr því að sparka langt. Southgate er ekki að segja þeim að gera það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Nánast útilokað að Rashford klæðist treyju United aftur

Nánast útilokað að Rashford klæðist treyju United aftur
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Conte pirraður út í forráðamenn Napoli sem keyptu ekki þá sem hann vildi

Conte pirraður út í forráðamenn Napoli sem keyptu ekki þá sem hann vildi
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Þetta voru tíu dýrustu kaupin í janúar – City borgaði 32 milljarða fyrir fjóra leikmenn

Þetta voru tíu dýrustu kaupin í janúar – City borgaði 32 milljarða fyrir fjóra leikmenn
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Tvö íslensk félög sett í bann af FIFA í síðustu viku – „Ég veit ekki meira um málið í dag“

Tvö íslensk félög sett í bann af FIFA í síðustu viku – „Ég veit ekki meira um málið í dag“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þetta gæti orðið byrjunarlið Arnars í hans fyrsta leik við stýrið í næsta mánuði

Þetta gæti orðið byrjunarlið Arnars í hans fyrsta leik við stýrið í næsta mánuði
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Enska pressan vekur athygli á ískaldri kveðju sem unnusti Sveindísar Jane fékk í gærkvöldi

Enska pressan vekur athygli á ískaldri kveðju sem unnusti Sveindísar Jane fékk í gærkvöldi
433Sport
Í gær

Söðlar um innan Bestu deildarinnar

Söðlar um innan Bestu deildarinnar
433Sport
Í gær

Holding skiptir um félag

Holding skiptir um félag