Ein af hetjum Spánar frá EM í Þýskalandi er á óskalista enska stórliðsins Arsenal.
Um er að ræða Mikel Merino, varnarsinnaðan miðjumann, sem enska blaðið Telegraph orðar nú við Skytturnar.
Merino skoraði sigurmark Spánar gegn Þjóðverjum í 8-liða úrslitum EM, þar sem liðið fór auðvitað alla leið og vann.
Hann er á mála hjá Real Sociedad, þar sem hann hefur verið lykilmaður undanfarin ár. Nú á hann hins vegar aðeins ár eftir af samningi sínum þar og talinn fáanlegur fyrir um 20 milljónir punda.
Arsenal gæti þó fengið samkeppni um Merino sem einnig er á óskalista Atletico Madrid og Barcelona.