fbpx
Mánudagur 15.júlí 2024
433Sport

Ný kjaftasaga berst nú úr Vesturbænum – Þvert á það sem hefur verið rætt

Helgi Sigurðsson
Miðvikudaginn 10. júlí 2024 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óskar Hrafn Þorvaldsson mun ekki  taka við sem þjálfari karlaliðs KR eftir tímabil, þvert á umræðuna undanfarið. Mikael Nikulásson og Ingimar Helgi Finnsson segjast báðir hafa heimildir fyrir þessu í nýjasta þætti Þungavigtarinnar.

Óskar yfirgaf Breiðablik í haust og tók við Haugesund í Noregi, þaðan sem hann fór eftir aðeins sex leiki. Nýlega tók hann að sér ráðgjafahlutverk hjá KR og tekur hann við sem yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu um næstu mánaðarmót.

Gregg Ryder var rekinn sem þjálfari KR nýverið og Pálmi Rafn Pálmason er tekinn við út tímabilið. Umræðan víða hefur verið á þann veg að Óskar taki svo við eftir tímabil og fái heilt undirbúningstímabil með liðið. Miðað við þessar fregnir er þó ekkert til í því.

KR hefur verið í miklum vandræðum á tímabilinu. Liðið er í áttunda sæti með 14 stig og hefur ekki enn unnið heimaleik í sjö tilraunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Shaqiri hættur með landsliðinu eftir fjórtán ár

Shaqiri hættur með landsliðinu eftir fjórtán ár
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Romano segir Valgeir hafa samið í Þýskalandi

Romano segir Valgeir hafa samið í Þýskalandi
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Svona gengur félagaskiptaglugginn í sumar fyrir sig

Svona gengur félagaskiptaglugginn í sumar fyrir sig
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Myndband: Óhugnanlegir atburðir í Bandaríkjunum í nótt er skríllinn ruddist inn – Tróðu sér inn í gegnum loftræstikerfi

Myndband: Óhugnanlegir atburðir í Bandaríkjunum í nótt er skríllinn ruddist inn – Tróðu sér inn í gegnum loftræstikerfi
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fjöldi þjóðþekktra einstaklinga svarar fullyrðingum Magna – „Taktlaus yfirlýsing sem er ekki í neinu samræmi raunveruleikann“

Fjöldi þjóðþekktra einstaklinga svarar fullyrðingum Magna – „Taktlaus yfirlýsing sem er ekki í neinu samræmi raunveruleikann“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Mamma Endrick sagði nei við nafninu – ,,Saga mín sem leikmaður Real hófst áður en ég fæddist“

Mamma Endrick sagði nei við nafninu – ,,Saga mín sem leikmaður Real hófst áður en ég fæddist“
433Sport
Í gær

Sjáðu sigurmark Spánverja gegn Englandi í kvöld

Sjáðu sigurmark Spánverja gegn Englandi í kvöld
433Sport
Í gær

Rodri og Yamal bestu leikmennirnir á EM

Rodri og Yamal bestu leikmennirnir á EM