„Þetta verður spennandi leikur og við höfum beðið lengi eftir að spila þessa leiki, sérstaklega fyrir framan fullan stúku eins og á morgun,“ sagði Daninn stóri og stæðilegi.
„Ég held að möguleikar okkar séu góðir. Við höfum staðið okkur vel í Evrópu, sérstaklega á heimavelli. Við þurfum að ná í góð úrslit á morgun og svo klárum við vonandi dæmið í Írlandi.“
Breiðablik mætti Shamrock í fyrra á sama stigi keppninnar og vann báða leikina, 0-1 úti og 2-1 heima. Leikmenn og þjálfarateymi Víkings hafa skoðað írska liðið vel.
„Þeir vilja halda boltanum, senda stuttar sendingar á milli sín. Þeir spila samt aðeins öðruvísi en við svo ég held það muni henta okkur vel. Við höfum skoðað klippur úr þeim leikjum og séð hvar þeir voru í vandræðum og Blikar gátu refsað þeim. Breiðablik gerði mjög vel á móti þeim og við þurfum að gera það sama.“
Útileikur fer svo fram í Írlandi í næstu viku en Nikolaj telur mikilvægt að fá fyrri leikinn á heimavelli.
„Ég held að það sé miklvægt að fá heimaleikinn fyrst og fólkið á bak við okkur. Þau munu syngja og öskra og hjálpa okkur inni á vellinum. Ég held við hefðum farið áfram gegn Riga í fyrra ef við hefðum fengið fyrri leikinn á heimavelli.“
Viðtalið í heild er í spilaranum.