fbpx
Sunnudagur 06.október 2024
433Sport

Valur staðfestir komu Ögmundar – Frederik Schram fer eftir tímabil

Helgi Sigurðsson
Föstudaginn 5. júlí 2024 15:08

Ögmundur Kristinsson. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Valur hefur staðfest það að samningur markvarðarins Frederik Schram verði ekki framlengdur og hann fari að tímabili loknu. Þetta er kynnt sem sameiginleg ákvörðun. Jafnframt kynnir Valur komu Ögmundar Kristinssonar, fyrrum landsliðsmarkmanns.

Frederik hefur verið á mála hjá Val síðan 2022 og staðið sig með prýði.

„Fredrik hefur verið einn allra besti leikmaður Bestu Deildarinnar síðan hann kom til félagsins og hefur reynst okkur afskaplega vel. Hann er ekki bara frábær markvörður heldur er hann frábær liðsfélagi sem lætur öllum í kringum sig líða vel. Við hefðum viljað hafa hann hjá okkur lengur en eftir samtöl okkar á milli var ljóst að við vorum ekki að ná saman. Það var því sameiginleg ákvörðun að endurnýja ekki samninginn,“ segir Björn Steinar Jónsson varaformaður knattspyrnudeildar Vals.

Frederik mun klára tímabilið með Valsmönnum áður en hann fer.

„Þetta er auðvitað engin óskastaða en Fredrik er bara þannig karakter að við vitum að hann mun klára þetta með sóma og hjálpa okkur að ná sameiginlegum markmiðum okkar. Honum er hinsvegar frjálst núna að semja við annað félag og óskum við honum alls hins besta,“ segir Björn Steinar.

Fredrik segir tíma sinn hjá Val hafa verið afar góðan og hann skilji við félagið sáttur.

„Það hefur verið frábært að vera í Val og ég skil mjög sáttur við klúbbinn og strákanna í liðinu. Mér hefur verið tekið vel í Val og ég óska félaginu alls hins besta. Það eru hinsvegar stór verkefni framundan sem ég mun að sjálfsögðu klára af krafti.“

Mynd: DV/KSJ

Ögmundur gerir þriggja ára samnning en hann kemur frá AE Kifisias. Þangað fór hann frá stórliði Olympiacos í fyrra.

„Ögmundur er einn besti markvörður sem við eigum í dag og kemur með gríðarlega reynslu þar sem hann hefur leikið með stórum liðum úti í heimi. Hann hefur eiginleika sem við teljum að muni nýtast okkur vel og erum afskaplega sátt með að hafa náð honum til félagsins,“ segir Björn Steinar um Ögmund.

Ögmundur verður löglegur með Val þegar félagaskiptaglugginn opnar 17. júlí.

„Ég er ótrúlega ánægður með að vera kominn í Val sem er alvöru félag. Ég þekki auðvitað marga stráka í liðinu og hérna er verið að gera hlutina rétt að mínu mati. Ég er ekki bara að koma heim til þess að spila fótbolta heldur langar mig að vinna titla og ná árangri. Valur er einfaldlega besta félagið að mínu mati og hér er ég sannfærður um að mér muni líða vel,“ segir Ögmundur Kristinsson markvörður Vals.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Enrique lét Mbappe heyra það – ,,Michael Jordan hefði gripið um eistu liðsfélaga sinna“

Enrique lét Mbappe heyra það – ,,Michael Jordan hefði gripið um eistu liðsfélaga sinna“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Jökull ræðir framtíðina: Opinn fyrir að breyta til og setur fjölskylduna í fyrsta sæti

Jökull ræðir framtíðina: Opinn fyrir að breyta til og setur fjölskylduna í fyrsta sæti
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Tók á sig 40 prósent launalækkun en vinnur nú frítt fyrir félagið

Tók á sig 40 prósent launalækkun en vinnur nú frítt fyrir félagið
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sjáðu myndbandið umtalaða – Kyle Walker átti ekki roð í hraða leikmanns Fulham

Sjáðu myndbandið umtalaða – Kyle Walker átti ekki roð í hraða leikmanns Fulham
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sjáðu ótrúlega stoðsendingu Jimenez gegn Manchester City

Sjáðu ótrúlega stoðsendingu Jimenez gegn Manchester City
433Sport
Í gær

Segir að Chelsea sé með miklu betri leikmann en Arsenal – ,,Hægt að deila um það að hann sé besti leikmaður heims“

Segir að Chelsea sé með miklu betri leikmann en Arsenal – ,,Hægt að deila um það að hann sé besti leikmaður heims“
433Sport
Í gær

Bauð upp á ein verstu mistök ársins á skelfilegum tímapunkti – Sjáðu atvikið

Bauð upp á ein verstu mistök ársins á skelfilegum tímapunkti – Sjáðu atvikið