Scott Parker er að taka við sem stjóri Burnley og verður það staðfest nú síðar í vikunni.
Burnley féll úr ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð en Vincent Kompany hætti og tók við FC Bayern.
Burnley hefur rætt við hina ýmsu menn síðustu vikur en Ruud van Nistelrooy hafnaði félaginu til að gerast aðstoðarþjálfari Manchester United.
Parker hefur stýrt Fulham og Bournemouth á Englandi með ágætis árangri og komið báðum liðum upp úr næst efstu deild.
Jóhann Berg Guðmundsson var leikmaður Burnley á síðustu leiktíð en samningur hans við félagið rann út fyrir þrem dögum.
Burnley are close to appointing Scott Parker as their new manager 🚨
Sky Sports News understands Parker could be confirmed in the role by the end of the week ⬇️ pic.twitter.com/G4udplVqWp
— Sky Sports News (@SkySportsNews) July 2, 2024