Riðlakeppni EM í Þýskalandi var rækilega gerð upp í nýjasta þætti af Íþróttavikunni. Þar fengu þeir Helgi Fannar og Hrafnkell Freyr lögfræðinginn og hlaðvarpsstjörnuna Jóhann Skúla Jónsson í heimsókn.
Í uppgjörinu á riðlakeppninni var spurt út í augnablik mótsins hingað til. Hrafnkell var ekki lengi að svara.
„Þegar Georgía komst áfram en Khvicha Kvaratskhelia stoppaði í fagnaðarlátunum til að faðma Ronaldo. Mér fannst það frekar kúl,“ sagði hann en Kvaratskhelia og Georgíumenn unnu Portúgal í lokaleik riðilsins.
🤗 Wait for it…
Kvaratskhelia x Cristiano Ronaldo#EURO2024 pic.twitter.com/fkT4Qxk3wK
— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) June 27, 2024
Jóhann minntist þá á það þegar Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði fékk ekki treyju Ronaldo eftir jafntefli Íslands og Portúgal á EM 2016. Þá var stórstjarnan pirruð á Íslendingunum fyrir fagnaðarlætin eftir jafnteflið.
„Viðbrögðin hans þarna samanborið við þegar Aron Einar fór upp að honum, það var leikur sem skipti hann máli. Þessi leikur skipti hann engu máli,“ sagði Jóhann.
Umræðan í heild er í spilaranum.