fbpx
Mánudagur 31.mars 2025
433

Lengjudeild karla: Njarðvík áfram á toppnum – Sterkur sigur Grindvíkinga

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 26. júní 2024 20:13

Skjáskot: Youtube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveimur leikjum er lokið það sem af er kvöldi í 9. umferð Lengjudeildar karla.

Keflavík tók á móti Njarðvík í suðurnesjaslag og komust heimamenn yfir eftir um stundarfjórðung með marki Ásgeirs Páls Magnússonar. Staðan í hálfleik var 1-0.

Arnar Helgi Magnússon svaraði þó fyrir Njarðvík eftir tæpan klukkutíma leik og 1-1 jafntefli varð lokaniðurstaðan.

Njarðvík er áfram á toppi deildarinnar með 20 stig en Keflavík er í því fimmta, síðasta umspilssætinu, með 11 stig.

Grindavík vann þá flottan sigur á ÍBV eftir fjörugar lokamínútur. Dennis Nieblas gerði eina mark fyrri hálfleiks fyrir Grindavík en meira var ekki skorað fyrr en tíu mínútur lifðu leiks. Þá tvöfaldaði Dagur Ingi Hammer Gunnarsson forskot heimamanna.

Vicente Valor minnkaði muninn fyrir Eyjamenn áður en Kwame Quee innsiglaði 3-1 sigur Grindvíkinga.

Grindavík er í þriðja sæti deildarinnar með 13 stig, jafnmörg og ÍBV sem er sæti neðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Stefán Teitur fékk 83 mínútur í tapi – Rashford með tvö mörk

Stefán Teitur fékk 83 mínútur í tapi – Rashford með tvö mörk
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Loksins að losna við leikmann sem brást öllum hjá félaginu

Loksins að losna við leikmann sem brást öllum hjá félaginu
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Skoraði sitt fyrsta mark í 1,135 daga

Skoraði sitt fyrsta mark í 1,135 daga
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Svarar Ancelotti og segist ekki hafa ætlað að móðga neinn – ,,Aldrei hugsað neitt slæmt“

Svarar Ancelotti og segist ekki hafa ætlað að móðga neinn – ,,Aldrei hugsað neitt slæmt“
433Sport
Í gær

Orri ekki með vegna veikinda

Orri ekki með vegna veikinda
433Sport
Í gær

Segist hafa engan áhuga á starfinu

Segist hafa engan áhuga á starfinu