Íslenska karlalandsliðið var hársbreidd frá því að vera á statt á EM sem nú stendur yfir gegn Þýskalandi, en liðið tapaði naumlega gegn Úkraínu í umspili um að komast á mótið. Úkraínumenn byrjuðu svo ekki vel í riðlakeppni EM.
Úkraína tapaði fyrsta leik sínum óvænt 3-0 gegn Rúmeníu og leit vægast sagt ekki vel út. Þetta er leikurinn sem Ísland hefði spilað, hefði liðið komist á mótið.
„Þarna hefðum við verið ef við hefðum haldið út gegn Úkraínu og ég er alveg viss um að við hefðum ekki tapað 3-0 gegn þessu rúmenska liði,“ segir Hörður Snævar Jónsson í hlaðvarpi 433.is um EM.
Helgi Fannar Sigurðsson tók í sama streng.
„Maður er eiginlega enn þá sárari yfir að við séum ekki þarna eftir að hafa séð þennan leik. Þetta úkraínska lið er bara miklu daprara en maður hélt, pakkað saman af miðlungs góðu rúmensku liði.
Rosalegt að sjá vinstri vænginn hjá Úkraínu. Maður fékk martraðir um það sem hefði geta orðið hjá Arsenal þegar maður sá Zinchenko og Mudryk dóla sér þarna saman. Þetta var ekki til framdráttar,“ sagði Helgi, en Mudryk var nálægt því að fara til Arsenal í fyrra.