Jákvæður fótbolti var það sem heillaði stjórn KR þegar félagið ákvað síðasta haust að reka Gregg Ryder úr starfi og það er hægt að færa rök fyrir því að það hafi orðið liðinu falli.
Ef tímabil KR í ár og í fyrra er borið saman sést svart á hvítu hvernig sóknarleikur liðsins hefur batnað á milli ár.
Eftir tíu leiki í Bestu deildinni í ár hefur KR skorað 19 mörk, á sama tíma í fyrra hafði liðið aðeins skorað 9 mörk undir stjórn Rúnars Kristinssonar.
Stjórn KR ákvað síðasta haust að láta Rúnar fara og bjóða honum ekki nýjan samning. Eftir 10 umferðir í fyrra var KR með 11 stig en það er sami stigafjöldi og liðið er með í ár.
Varnarleikur KR það sem versnaði undir stjórn Ryder en á sama tíma í fyrra hafði liðið fengið á sig 18 mörk en í tíu leikjum undir stjórn Ryder voru mörkin 21.