Serbar hafa hótað því að draga sig úr keppni á EM í Þýskalandi ef Króötum og Albönum verður ekki refsað fyrir söngva stuðnignsmanna í gær.
Króatar og Albanir gerðu jafntefli í gær en á leiknum sungu stuðningsmenn um að drepa Serba.
Jovan Surbatovic, formaður serbneska sambandsins hefur krafist þess að UEFA refsi þjóðunum. Ef ekki muni Serbar íhuga áframhaldandi þáttöku í mótinu.
Serbar eiga að mæta Slóveníu nú klukkan 13. Í riðli þeirra eru einnig England og Danmörk, sem mætast klukkan 16.
Serbía mætti Englendingum í fyrsta leik og tapaði 1-0.