Íþróttavikan kemur út í hverri viku á 433.is og í Sjónvarpi Símans. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum og með þeim í setti í þetta skiptið var Hörður Snævar Jónsson.
Íslenska karlalandsliðið spilaði tvo vináttuleiki á dögunum, gegn Englandi og Hollandi. Vinstri bakvörðurinn Guðmundur Þórarinsson spilaði hvorugan leikinn og furðaði Hörður sig á því.
„Mér fannst skrýtið með Gumma Tóta, út frá síðustu gluggum. Mér hefði fundist eðlilegt ef hann hefði allavega spilað hálftíma,“ sagði hann.
Helgi benti á að enginn annar vinstri bakvörður en Kolbeinn Birgir Finnsson hafi fengið sénsinn í glugganum en á bekknum var einnig Logi Tómasson.
„Það er augljóst að þessi slaki leikur sem Gummi átti á móti Úkraínu situr í Hareide,“ sagði Hörður þá.
Umræðan um landsliðið í heild er í spilaranum.