Þeir þjálfarar sem Manchester United ræddi við þegar það var til skoðunar að reka Erik ten Hag voru hissa á lélegum launum sem voru í boði.
Sir Jim Ratcliffe ræddi við nokkra þjálfara um að taka við en það var til skoðunar að reka þann hollenska úr starfi.
Times segir að United hafi horft á þá Thomas Tuchel, Gareth Southgate og Mauricio Pochettino til að taka við en á endanum var ákveðið að halda í Ten Hag.
Tveir af þessum þjálfurum voru hissa á því hversu léleg laun United bauð þeim en Ratcliffe vill skera niður kostnað.
Einnig voru þeir hissa á því hversu lítinn pening United hefur til að eyða í leikmenn í sumar og hafði það áhrif á áhuga þeirra á starfinu.