fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
433Sport

Sýknudómurinn yfir Kolbeini birtur – Telja margt í framburði móður brotaþola vera ótrúverðugt

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 3. júní 2024 16:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kolbeinn Sigþórsson knattspyrnumaður var í dag sýknaður af ákæru um kynferðisbrot gegn barni. Dómurinn, sem kveðinn var upp í Héraðsdómi Reykjaness, var birtur á vefsíðu dómstólanna laust eftir kl. 15 í dag.

Meint brot á að hafa átt sér stað annaðhvort sunnudagskvöldið 26. júní eða mánudagskvöldið 27. júní árið 2022, í sumarhúsi Kolbeins. Aldurs meinst þolanda er ekki gefinn upp í dómnum en samkvæmt öðrum heimildum var barnið undir unglingsaldri og raunar á fyrsta grunnskólastigi, sem nær til 9 ára aldurs.

Kolbeinn var sakaður um að hafa afklætt stúlkuna, strokið kynfæri hennar, stungið fingri inn í leggöng hennar og sleikt fingurinn eftir það.

Brotaþoli var vinkona dóttur Kolbeins og dvöldust þær þessa helgi með honum í sumarhúsi hans. Samkvæmt framburði barnsmóður og sambýliskonu Kolbeins réð tilviljun því að hún var ekki með þeim í sumarbústaðnum þessa helgi en hún þurfti að sinna barni sínu af fyrra sambandi.

Næstu mánuði eftir atvikið sagði brotaþoli mörgum frá því að Kolbeinn hefði brotið gegn sér, vinkonum sínum, systur, móður og föður. Málið kom inn á borð barnaverndar sem setti sig í samband við lögreglu. Lögregla hóf rannsókn á málinu haustið 2022.

Héraðsaksóknari taldi framburð stúlkunnar trúverðugan

Ákæruvaldið taldi framburð stúlkunnar vera stöðugan og trúverðugan. Um þetta segir m.a. orðrétt í dómnum:

„Af hálfu ákæruvaldsins er á því byggt að brotaþoli hafi umrætt sinn gist tvær nætur í sumarhúsi ákærða og báðar næturnar sofið í rúmi ákærða á efri hæð hússins. D
hafi komið sólarhring seinna og gist eina nótt. Ákærði hafi brotið kynferðislega gegn brotaþola í stofusófa á efri hæð hússins og séu þau ein til frásagnar um hvað gerðist. Framburður brotaþola um atvik í sófanum sé að áliti ákæruvaldsins stöðugur, einkar trúverðugur og sérstaklega einlægur og skipti þar verulegu máli hvernig brotaþoli lýsti með fingrahreyfingu í Barnahúsi 11. október 2022 hvernig ákærði strauk hendi um kynfæri. Slík lýsing og önnur frásögn brotaþola geti ekki komið til nema viðkomandi hafi upplifað sömu hluti af eigin raun og sé ekkert fram komið í málinu sem gefi tilefni til að ætla að […] ára barn sé hér að segja ósatt frá atvikum. “

Mat sálfræðings óljóst

Fyrir dómi lá vottorð frá sálfræðingi þar sem lagt var mat á sálrænar afleiðingar af meintu kynferðisbroti á brotaþola. Segir þar að stúlkan hafi komið í fimm viðtöl hjá sálfræðingnum og greint frá svefnerfiðleikum og fleiri atriðum sem gætu talist til áfallastreitueinkenna eftir kynferðisbrot. Þessi sálfræðingur bar jafnframt vitni fyrir dómi.

Stúlkan hefur glímt við erfiðar aðstæður og spurði verjandi Kolbeins sálfræðinginn hvort þær gætu átt þátt í áfallastreitueinkennum hennar og hvort fyrri áföll gætu leikið þar hlutverk. Um þetta segir í texta dómsins:

„J sagði brotaþola ekki hafa minnst á önnur áföll í sínu lífi en atvik í sumarhúsinu, ef frá er talið að hún beinbrotnaði á handlegg eða fótlegg. Í framhaldi bar J að afskipti barnaverndaryfirvalda inn á heimili, vanræksla foreldris í umönnun barns og vistun barns utan heimilis feli almennt í sér áfall fyrirhlutaðeigandi barn og geti talist langvarandi áfallareynsla.“

Dómurinn hafði margt við framburð vitna að athuga

Kolbeinn neitaði ávallt sök í málinu en hann færðist undan því að bera vitni fyrir dómi og vísaði til framburðar síns í yfirheyrslum lögreglu. Sá framburður þótti dómnum vera trúverðugur og stöðugur. Kolbeinn lýsti tíðindalítilli og ánægjulegri dvöl  með börnunum í bústaðnum og sagði jafnframt að hann hefði ekið brotaþola heim eftir helgina.

Dómurinn hafði hins vegar ýmislegt við framburð vitna að athuga, reyndar um atvik sem sneru ekki beint að meinum glæp heldur tengdust ferðinni í bústaðinn. Er framburður vitnanna sagður um margt vera ósamrýmanlegur. Þannig liggur ekki fyrir hvort þriðja stúlkan, vinkona dóttur Kolbeins og brotþola, hafi verið komin í bústaðinn þegar brotið á að hafa átt sér stað. Ennfremur liggur ekki fyrir hvort Kolbeinn á að hafa brotið gegn stúlkunni þann 26. eða 27. júní.

Ennfremur fremur ber móður og föður stúlkunnar ekki saman um frásögn hennar eins og þau heyrðu hana hvort í sínu lagi. Ljóst er að dómurinn metur vitnisburð móður brotaþola um margt gallaðan. Til dæmis staðhæfir hún að hún hafi sótt dóttur sína í bústaðinn en sannað þykir að Kolbeinn hafi ekið stúlkunni heim. Þá heldur móðirin því fram að Kolbeinn hafi verið hrifinn af dóttur hennar og sóst eftir því að vera einn með börnunum. Textasamskipti Kolbeins og konunnar þykja hins vegar renna stoðum undir að þessu hafi ekki verið svo farið. Þá hefur móðirin haldið því fram að dóttir hennar hafi gist fimm sinnum í bústað Kolbeins en önnur vitni segja að þetta hafi verið í eina skiptið. Um þessi atriði segir orðrétt í niðurstöðukafla dómsins:

„Í þriðja lagi liggja fyrir ósamrýmanlegar frásagnir brotaþola og annarra vitna um hvernig brotaþoli fór heim úr sumarhúsinu. Ákærði hefur verið stöðugur í þeirri frásögn að hann hafi skutlað brotaþola heim um kvöldmatarleyti. Sá framburður samrýmist dómsframburði brotaþola 11. október 2022 og framburði B móður hennar hjá lögreglu og fyrir dómi. Þegar brotaþoli kom síðan fyrir dóm 22. mars sl. staðhæfði hún að B móðir hennar hefði sótt hana í bústaðinn um hádegisbil og sama dag bar D fyrir dómi að B hefði komið og sótt brotaþola í bústaðinn.

Í fjórða lagi liggja fyrir ósamrýmanlegar frásagnir ákærða og brotaþola annars vegar og B móður brotaþola hins vegar um hvort brotaþoli hafi í fleiri skipti gist í sumarhúsi ákærða. Ber ákærða og brotaþola saman um að svo sé ekki og að brotaþoli hafi verið að koma í fyrsta sinn til gistingar sunnudaginn 26. júní 2022. B hefur á hinn bóginn borið með afdráttarlausum hætti að brotaþoli hafi verið búin að gista þar fimm sinnum áður, eða að minnsta kosti tvívegis áður, og þá nokkrar nætur í senn og vildi B fyrir dómi ekki hvarfla frá þeim framburði þótt henni væri kynntur samhljóða og öndverður framburður ákærða og brotaþola.“

Eins og fyrr segir sagði móðirin að Kolbeinn hefði sótt í félagsskap barnsins en dómurinn lýsir sterkum efasemdum um að það sé satt:

„Þá eru tiltekin atriði í vitnisburði B, sem velkjast fyrir dóminum og eru til þess fallin að rýra sönnunargildi framburðar hennar, ákærða til hagsbóta. Fyrir það fyrsta er ekkert fram komið í málinu sem styður þann framburð B að ákærði hafi verið heillaður af brotaþola sem einstaklingi og gert sér far um að vera einn með henni eða öðrum vinkonum dóttur hans, hann viljað einangra sig með þeim í sumarhúsinu og í því skyni stuðlað að því að sambýliskona sín færi ekki þangað í gistiferðir hans með stúlkubörn. Skjalfest gögn um SMS samskipti ákærða og B, sem frá greinir í kafla I.-2. dómsins, benda fremur til þess að B hafi sóst eftir aðstoð ákærða við umönnun brotaþola en ekki að hann hafi sótt í félagsskap barnsins.“

Mikill vafi á sekt

Dómurinn var fjölskipaður og sat í honum meðal annars barnasálfræðingur. Það var samandregin niðurstaða hans að slíkur vafi léki á sekt Kolbeins að það bæri að sýkna hann. Jafnframt var bótakröfu móður stúlkunnar, upp á þrjár milljónir króna, vísað frá dómi.

Dóminn má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Fyrrum leikmaður United hraunar yfir liðið og sérstaklega einn leikmann

Fyrrum leikmaður United hraunar yfir liðið og sérstaklega einn leikmann
433Sport
Í gær

Mikil spenna fyrir haustinu á Stöð 2 – „Maður reynir að ýta því til hliðar“

Mikil spenna fyrir haustinu á Stöð 2 – „Maður reynir að ýta því til hliðar“
433Sport
Í gær

Sagður efstur á óskalista Liverpool sem er til í að greiða meira en 10 milljarða

Sagður efstur á óskalista Liverpool sem er til í að greiða meira en 10 milljarða
433Sport
Í gær

Gummi Ben ræðir son sinn Albert og skrefið í sumar – „Þá hef ég trú á að góðir hlutir gerist“

Gummi Ben ræðir son sinn Albert og skrefið í sumar – „Þá hef ég trú á að góðir hlutir gerist“
433Sport
Í gær

Saka ekki sá eini sem verður frá í töluverðan tíma

Saka ekki sá eini sem verður frá í töluverðan tíma
433Sport
Í gær

Víkingur kaupir Stíg frá Ítalíu

Víkingur kaupir Stíg frá Ítalíu
433Sport
Fyrir 2 dögum

Osimhen og tveir aðrir orðaðir við Manchester United

Osimhen og tveir aðrir orðaðir við Manchester United
433Sport
Fyrir 2 dögum

Bruno Fernandes grét inni á skrifstofu eftir að hann fékk ekki að fara

Bruno Fernandes grét inni á skrifstofu eftir að hann fékk ekki að fara