Real Madrid er búið að vinna Meistaradeildina í sjötta sinn á tíu árum eftir úrslitaleik gegn Dortmund í kvöld.
Dortmund var lengi vel sterkari aðilinn í þessum leik og fékk svo sannarlega tækifæri til að komast yfir.
Real gerði þó það sem þeir gera best og héldu út og skoruðu tvö mörk undir lok seinni hálfleiks.
Dani Carvajal skoraði fyrra mark Real með skalla eftir hornspyrnu er um 15 mínútur voru eftir.
Vinicius Junior gerði seinna mark þeirra spænsku eftir slæm mistök í vörn Dortmund og 2-0 sigur Real staðreynd.
Hér má sjá þegar liðið lyfti bikarnum á Wembley.
REAL MADRID, CHAMPIONS OF EUROPE FOR THE 15TH TIME
MORE THAN ANYBODY ELSE, THE GIANT TROPHY COMES HOME ONCE AGAIN. IT’S AN OBSESSION FOR REAL MADRID. pic.twitter.com/510MlNHIJ8
— A. (@Ahmadridismo) June 1, 2024