fbpx
Mánudagur 01.júlí 2024
433Sport

Brynjar Björn rekinn frá Grindavík – „Það var upphafið og endirinn að þessu hjá mér“

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 1. júní 2024 10:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjar Björn Gunnarsson hefur verið rekinn úr starfi þjálfara Grindavíkur. Þetta staðfestir hann við 433.is og segir það hafa komið sér gríðarlega á óvart að hafa fengið rauða spjaldið í gær.

Brynjar og Grindavík gerðu þá 2-2 jafntefli við Keflavík en uppsögn Brynjars að hans sögn tengist ekkert árangri liðsins.

„Bara beint eftir leik í gær, það var óvænt. Ég er ekki búinn að hugsa mikið um þetta, bara sofa og vakna í morgun og ekki fara yfir stöðuna,“ sagði Brynjar við 433.is en hann tók við liðinu í fy rra.

Hann segir tíðindin hafa komið a óvart en Grindavík er með fjögur stig eftir fimm leiki.

„Kom á óvart, útskýring var ekki fá stig eða þjálfunin eða undirbúningur eða æfingar. Útskýringin var samskipti við annan flokkinn,“ sagði Brynjar.

Brynjar segir að það tengist því að ungur leikmaður Grindavíkur sem á faðir sem er háttsettur í félaginu hafi ekki verið í hóp síðustu helgi og útskýrir hvað gekk á.

„Það var ekki spilatími þess drengs. Það kom upp óheppilegt atvik síðustu helgi, þar sem 19 leikmenn voru í hóp. Við erum með meiddan leikmann og taka ákvörðun hverjir spila og eru á bekk, það tekur smá tíma og orku. Aðstoðarþjálfarinn var veikur og ég var einn á svæðinu, það verður sú atburðarrás að gleymdist að láta 19 manninn vita að hann sé ekki í hóp. Hann var á skýrslu sem liðstjóri, hann átti að vera með okkur. Það gleymdist í látunum fyrir leik, það var óheppilegt og leiðinlegt fyrir strákinn. Það var upphafið og endirinn af þessu hjá mér,“ segir Brynjar.

Hann segir stigin hafa verið fá en spilamennskuna fína. „Við vorum að spila ágætlega, við erum nokkrum mínútum frá því að vinna ÍR og síðan er deildin jöfn. Grótta er í góðri stöðu og við töldum okkur nær því að vera ná sigri þar, svekkjandi að ganga í gegnum þetta allt í vetur í öllu öðru sem var í gangi. Það er svekkjandi, það er búið að taka ákvörðun og henni verður ekki breytt. Frá mínu sjónarhorni hefði mátt halda áfram,“ segir Brynjar.

Eins og flestum er ljóst hefur mikið gengið á fyrir Grindavík en bærinn hefur meira og minna verið lokaður frá því í nóvember vegna eldgosa.

„Ég vil þakka fyrir minn tíma og því góða fólki sem ég kynntist, ég vil þakka Stjörnunni, Álftanesi og fleiri liðum fyrir að hjálpa okkur í vetur. Stjarnan voru fyrstir að heyra í mér og bjóða mér aðstöðu, Álftanes og Blikarnir. Blikarnir í körfunni og Víkingar núna og við endum þar. Í þennan tíma frá desember og fram í apríl, þá var Stjarnan og Álftanes að hjálpa okkur rosalega mikið,“ segir Brynjar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

KR búið að ráða Vigfús til starfa

KR búið að ráða Vigfús til starfa
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sjáðu svakalegt mark Bellingham sem tryggði Englandi framlengingu í uppbótartíma

Sjáðu svakalegt mark Bellingham sem tryggði Englandi framlengingu í uppbótartíma
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Wolves tekur sénsinn og borgar 30 milljónir evra

Wolves tekur sénsinn og borgar 30 milljónir evra
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

„Þegar ég sat á Laugardalsvelli í júní í fyrra bjóst ég nú ekki við því“

„Þegar ég sat á Laugardalsvelli í júní í fyrra bjóst ég nú ekki við því“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Kvartaði mikið eftir síðasta leik og mætir með nýja grímu

Kvartaði mikið eftir síðasta leik og mætir með nýja grímu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Slá þeir heimsmetið í sumar? – Svakaleg upphæð á borðinu

Slá þeir heimsmetið í sumar? – Svakaleg upphæð á borðinu