Þremur leikjum er nýlokið í Lengjudeild karla.
Í Breiðholti tók Leiknir á móti Aftureldingu í áhugaverðum slag, en Mosfellingar höfðu ekki unnið leik fyrir kvöldið og var Leiknir aðeins með 3 stig. Það var Oliver Bjerrum Jensen sem gerði eina mark leiksins á 83. mínútu og tryggði Aftureldingu stigin þrjú. Liðið er nú með 5 stig í áttunda sæti. Leiknir er með 3 stig á botni deildarinnar
Þróttur vaknaði þá heldur betur til lífsins og van 5-0 sigur á ÍR á heimavelli. Kári Kristjánsson gerði tvö marka Þróttar en hin mörkin skoruðu þeir Sigurður Steinar Björnsson, Ísak Daði Ívarsson og Jorgen Pettersen. Þróttur er með 4 stig í tíunda sæti en ÍR-ingar eru sæti ofar með stigi meira.
Loks gerðu Grindavík og Keflavík jafntefli. Stefán Jón Friðriksson kom Keflvíkingum yfir á 18. mínútu en um stundarfjórðungi síðar jafnaði Kwame Quee. Skömmu fyrir hálfleik komust gestirnir hins vegar yfir á ný þegar Ingólfur Hávarðarson varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Það stefndi í sigur Keflvíkinga en seint í leiknum skoraði Dagur Ingi Hammer Gunnarsson jöfnunarmark fyrir Grindavík. Lokatölur 2-2. Keflvíkingar eru í fimmta sæti með 5 stig. Grindvíkingar eru aðeins með stigi minna en eru þó í ellefta sæti.