fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
433Sport

Sakaði Patrik um leiðindaorku – „Er ekki hitablásari á bekknum og svona?“

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 3. maí 2024 07:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var stuð í Veislunni á FM957 í gær þar sem þeir Ágúst Beinteinn Árnason, betur þekktur sem Gústi B, Adam Ægir Pálsson og Patrik Atlason, eða Prettyboitjokko, voru í setti. Það var meðal annars spurt út í stöðu Adams í fótboltanum.

Adam er á mála hjá Val en hann hefur byrjað á varamannabekknum í öllum fjórum leikjum liðsins það sem af er af Bestu deildinni.

„Hver er staðan á þér í boltanum í dag?“ spurði Gústi.

„Hún er bara góð,“ svaraði Adam þá áður en Patrik tók til máls.

„Er ekki þægilegt að vera í úlpunni? Er ekki hitablásari á bekknum og svona?“ spurði hann.

„Jú, það er hitablásari. Það er allt til alls á Hlíðarenda. Ætlarðu að vera með þessa leiðinda orku í dag? Ég finn að þú ert eitthvað steiktur,“ svaraði Adam léttur.

Gústi greip þá í taumana.

„Adam, það er enginn að fela það að þú ert stundum á bekknum en það vita samt allir að þú ert bestur í Bestu deildinni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Strákarnir okkar mæta Skotum í sumar

Strákarnir okkar mæta Skotum í sumar
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Sölvi stoltur og hlakkar til komandi tíma – „Mig er búið að gruna þetta“

Sölvi stoltur og hlakkar til komandi tíma – „Mig er búið að gruna þetta“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Eru sagðir undirbúa það að kynna Rashford í þessari viku

Eru sagðir undirbúa það að kynna Rashford í þessari viku
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Staðfesta ráðninguna á Elísabetu

Staðfesta ráðninguna á Elísabetu
Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þetta hafa veðbankar að segja um leikinn mikilvæga hjá Strákunum okkar í kvöld

Þetta hafa veðbankar að segja um leikinn mikilvæga hjá Strákunum okkar í kvöld
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

11 milljarða maðurinn flýgur til Englands á morgun

11 milljarða maðurinn flýgur til Englands á morgun
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sjáðu myndbandið: Reiddist mjög út í fréttamann ríkissjónvarpsins – „Frábær leið til að hefja viðtal“

Sjáðu myndbandið: Reiddist mjög út í fréttamann ríkissjónvarpsins – „Frábær leið til að hefja viðtal“
433Sport
Í gær

Walker færist nær því að yfirgefa City

Walker færist nær því að yfirgefa City
433Sport
Í gær

Sló í gegn með þessum myndum á Íslandi – Flytur nú leiðinleg tíðindi

Sló í gegn með þessum myndum á Íslandi – Flytur nú leiðinleg tíðindi