fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
433Sport

Segir að orðaskipti hafi átt sér stað eftir viðtalið umtalaða við Arnar – „Hann er bara að setja pressu á sig“

Helgi Sigurðsson
Mánudaginn 22. apríl 2024 09:16

O'Hara talar vel um lærisveina Arnars Grétarssonar. Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Grétarsson, þjálfari karlaliðs Vals, var til umræðu í nýjasta þætti Dr. Football. Þar var athyglisvert viðtal sem hann fór í eftir tapið gegn Stjörnunni á föstudag meðal annars tekið fyrir.

Valur tapaði leiknum 1-0 eftir að hafa misst Bjarna Mark Antonsson af velli með rautt spjald síðla seinni hálfleiks. Lærisveinar Arnars eru aðeins með fjögur stig eftir fyrstu þrjá leiki sína.

Í viðtali við Fótbolta.net að leik loknum var Arnar til að mynda spurður út í ummæli nafna síns, Arnars Sveins Geirssonar, í Dr. Football sem flugu hátt á dögunum.

„Vandamálið að mínu mati er að Arnar Grétarsson er bara að flækja hlutina allt of mikið. Þetta lið þarf ekki svona mikið af reglum og svona mikinn ramma. Það verður allt ógeðslega hægt, ekkert tempó í neinu. Leikmenn virðast ekki hafa neitt frelsi á vellinum til að fara út úr því sem á að vera að gera. Það er alltaf verið að snúa til baka og aldrei sækja fram,“ sagði Arnar Sveinn meðal annars eftir markalaust jafntefli Vals gegn Fylki.

Arnar brást fremur illa við þessari spurningu frá Haraldi Erni Haraldssyni fréttamanni.

„Þetta er bara ekki svara vert. Þetta er á þannig kalíber að þetta er bara ekki svara vert. Að þú skulir vera að spurja um þetta sýnir líka bara þína innsýn í þetta fótbolta dæmi. Ég held að menn þurfi kannski að hafa smá ‘sens’ fyrir því sem þeir eru að tala um,“ sagði hann.

„Þarna er hann að gefa færi á sér að missa hausinn. Þú ert ekki bara að tala til stuðningsmanna í viðtölum eftir leik heldur líka til leikmanna. Ég held að þeir sjái þetta og hugsi: Úff, þetta lítur ekki vel út,“ sagði Hrafnkell Freyr Ágústsson sparkspekingur í Dr. Football.

Jóhann Már Helgason tók til máls.

„Haraldur er mjög þægilegur náungi og ber þessa spurningu ekki kjánalega fram eða neitt svoleiðis. Hann er þarna að tala um umræðu sem hefur verið í gangi og þessi spurning á að mínu mati fullan rétt á sér.

Arnar Sveinn stendur og fellur með þessum ummælum sínum. Við vitum hvað hann veit, hann er rosalega tendur á Hlíðarenda. Svo það er ekki eins og þessi spurning sé óeðlileg og ég veit líka að það urðu einhver orðaskipti eftir viðtalið líka. En Arnar Grétarsson er þarna ekki að tala við blaðmanninn, hann er að tala við stuðningsmenn, leikmenn og alla í kringum Valsliðið. Hann er bara að setja pressu á sig.“

Valur mætir FH í næsta leik og voru meðlimir þáttarins sammála um að pressa myndi myndast á Arnari ef sá leikur tapast.

„Það hitnar undir honum ef þeir tapa þeim leik. Þá eru þeir annað árið í röð að detta snemma út úr bikar og byrja ekkert sérstaklega vel,“ sagði Hrafnkell.

Sigurður Gísli Bond Snorrason telur að pressa sé þegar farin að myndast á Arnari.

„Það er komin klikkuð pressa á hann, sérstaklega eftir þennan Fylkis-leik. Það var óboðleg frammistaða.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Lengjudeildin: Dalvík/Reynir sótti gott stig

Lengjudeildin: Dalvík/Reynir sótti gott stig
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Áhrifavaldur borgaði ungum krökkum til að brjóta lögin: Lögreglan nær ekki tali af honum – Ótrúleg upphæð í boði

Áhrifavaldur borgaði ungum krökkum til að brjóta lögin: Lögreglan nær ekki tali af honum – Ótrúleg upphæð í boði
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Súrealískt að mæta Ronaldo – „Ég hef fylgst með honum frá því ég var krakki“

Súrealískt að mæta Ronaldo – „Ég hef fylgst með honum frá því ég var krakki“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

U-beygja sem hentar Manchester United vel

U-beygja sem hentar Manchester United vel