Barcelona er nú manni færri í leiknum gegn PSG í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.
Um seinni leik liðanna er að ræða. Barcelona vann fyrri leikinn í París 2-3 og er nú 1-0 yfir þegar um tíu mínútur eru eftir af fyrri hálfleik. Raphinha skoraði markið.
Fyrir skömmu var Ronald Araujo hins vegar rekinn af velli fyrir brot sem aftasti maður. Brotið átti sér stað rétt fyrir utan vítateig.
Nú er spurning hvort PSG geti nýtt sér liðsmuninn það sem eftir lifir leiks en atvikið má sjá hér.