Thierry Henry og Micah Richards höfðu engan áhuga á að ræða leiki kvöldsins í Evrópudeildinni í Meistaradeildarumfjöllun CBS Sports í gærkvöldi.
Þátturinn hefur slegið í gegn en ásamt þeim eru þar Kate Abdo og Jamie Carragher.
Undir lok umfjöllunar um Meistaradeildina í gær var borinn upp spurning um leiki kvöldsins í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar en þá var Henry og Richards nóg boðið.
„Við erum ekki að fara að tala um Evrópudeildina. Þið létuð mig þjást nógu lengi með því að hlæja að Arsenal svo ég ætla bara að fá mér sæti þarna,“ sagði Arsenal-goðsögnin Henry með bros á vor, en Arsenal komst í Meistaradeildina í fyrsta sinn í sjö ár fyrir þessa leiktíð.
„Ræðið þið bara Meistaradeildina?“ spurði Carracher, sem sat eftir furðu lostinn, en hans menn í Liverpool spila einmitt í Evrópudeildinni í kvöld.
„Leyfið mér að eiga þetta í eitt ár. Þetta hefur verið langur tími. Þið megið tala um Evrópudeildina,“ sagði Henry.
Hér að neðan má sjá þessa skondnu uppákomu.
@cbssportsgolazo Thierry & Micah said: “We don’t do Europa League” 😂 #UCL #championsleague #ucltoday #uel #europaleague #jamiecarragher #micahrichards #thierryhenry ♬ original sound – CBS Sports Golazo