Færsla Piers Morgan á X (áður Twitter) kom í bakið á honum í gær yfir leik Arsenal og Bayern Munchen.
Morgan er harður stuðningsmaður Arsenal, sem komst 1-0 yfir á 12. mínútu leiksins í gærkvöldi með marki Bukayo Saka.
„BOOOOM! 1-0. Frábært hjá Bukayo Saka. Aumingja Harry fer snemma að gráta,“ skrifaði sjónvarpsmaðurinn geðþekki. Harry Kane er auðvitað fyrrum leikmaður Tottenham en nú Bayern og er alls ekki í uppáhaldi hjá stuðningsmönnum Arsenal.
Það kom svo á daginn að Bæjarar áttu eftir að jafna leikinn og Kane sjálfur kom þeim svo yfir með marki af vítapunktinum. Arsenal jafnaði þó og lauk leiknum 2-2.
Síðari leikur liðanna fer fram í Munchen eftir slétta viku.
BOOOOM! 1-0… sensational goal by @BukayoSaka87 .. early tears for poor Harry. 🚀🔥 pic.twitter.com/hvq0ugqjBL
— Piers Morgan (@piersmorgan) April 9, 2024