fbpx
Laugardagur 31.ágúst 2024
433Sport

Lundúnafélögin til í að borga himinnháar fjárhæðir

Helgi Sigurðsson
Þriðjudaginn 2. apríl 2024 10:34

Alexander Isak.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arsenal og Tottenham hafa bæði áhuga á Alexander Isak, framherja Newcastle, fyrir sumarið samkvæmt miðlum í Bretlandi.

Isak hefur skorað 14 mörk í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni en tvö þeirra komu um helgina í mögnuðum 4-3 sigri á West Ham.

Sænski framherjinn gekk í raðir Newcastle frá Real Sociedad á 60 milljónir punda 2022. Nú er hann að slá í gegn og er því velt upp hvort Newcastle gæti selt hann vegna FFP reglna, en ljóst er að félagið fengi háar fjárhæðir fyrir hann.

Talið er að Arsenal og Tottenham gætu greitt 100 milljónir punda fyrir Isak í sumar, en bæði félög eru í leit að framherja.

Ljóst er að Newcastle nær ekki Meistaradeildarsæti og þeim fjármunum sem því fylgir á þessari leiktíð og því gæti reynst freistandi að selja.

Isak gaf því undir fótinn á dögunum að eitthvað gæti gerst í sumar en Eddie Howe, stjóri Newcastle, segir ekki koma til greina að selja hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Sjáðu atvikið umdeilda á Emirates: Piers Morgan brjálaður – Var þetta verðskuldað rautt spjald?

Sjáðu atvikið umdeilda á Emirates: Piers Morgan brjálaður – Var þetta verðskuldað rautt spjald?
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

England: Tíu menn Arsenal náðu stigi gegn Brighton

England: Tíu menn Arsenal náðu stigi gegn Brighton
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Toney farinn frá Brentford

Toney farinn frá Brentford
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Hólmbert Aron samdi við Preußen Münster til tveggja ára

Hólmbert Aron samdi við Preußen Münster til tveggja ára
433Sport
Í gær

Sociedad kynnir Orra Stein til leiks

Sociedad kynnir Orra Stein til leiks
433Sport
Í gær

Glugganum skellt í lás í kvöld – Sancho færist nær Chelsea og hvað gerir Sterling?

Glugganum skellt í lás í kvöld – Sancho færist nær Chelsea og hvað gerir Sterling?