Arsenal og Bayern Munchen drógust saman í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í dag. Stuðningsmenn síðarnefnda liðsins mega hins vegar ekki mæta á fyrri leikinn sem fram fer í Lundúnum.
Stuðningsmenn Bayern köstuðu flugeldum inn á völlinn í síðasta leik gegn Lazio og eru því bannaðir. Félagið var sektað fyrir sama hlut í október í fyrra og fékk þá viðvörun, næst fengju stuðningsmenn bann.
Eftir hegðunina í leiknum gegn Lazio er UEFA búið að meina stuðningsmönnum Bayern að mæta á leikinn gegn Arsenal.