Kate Abdo sjónvarpskona hjá CBS tók afsökunarbeiðni frá Jamie Carragher eftir að hann hafði ýjað að því að hún héldi framhjá maka sínum í beinni.
„Hann gerir allt fyrir athygli en biðst afsökunar,“ sagði Abdo í beinni útsendingu í gær, 24 klukkustundum eftir að ummælin féllu.
Abdo og Carragher vinna saman í kringum Meistaradeild Evrópu hjá CBS.
Another HIT @kate_abdo intro 🥲❤️ pic.twitter.com/SeyhgMfeGU
— CBS Sports Golazo ⚽️ (@CBSSportsGolazo) March 13, 2024
Atvikið átti sér stað í fyrrdag eftir leik Arsenal og Porto í Meistaradeildinni þar sen enska liðið fór áfram.
„Ég er heiðarleg við mína,“ sagði Abdo í beinni útsendingu þegar umræðan var farin á flug.
„Þú ert ekki trú Malik Scott,“ sagði Carragher sem er unnusti Abdo en þau opinberuðu samband sitt fyrir tveimur vikum.
Ljóst er að Abdo var nokkuð brugðið yfir þessar staðhæfingu Carragher en Malik Scott er boxþjálfari en þau hafa nú náð sáttum.