Fólki sem horfði á leik Arsenal og Porto í gær í Meistaradeildinni var brugðið er þau sáu líkindin með dómara leiksins og leikmanni fyrrnefnda liðsins.
Skytturnar slógu Porto úr leik í 16-liða úrslitunum í gær en þurftu heldur betur að hafa fyrir því. Fyrri leiknum lauk með 1-0 sigri Porto en Arsenal vann leikinn í gær 1-0 með marki Leandro Trossard. Það var því framlengt og svo farið í vítaspyrnukeppni, þar sem enska liðið hafði betur.
Það var einmitt mikið rætt um Trossard og dómara leiksins, Clement Turpin, yfir leiknum.
Þeir þykja sláandi líkir og einhverjir grínuðust með að þeir væru sennilega bræður.
Dæmi hver fyrir sig.