Barcelona er komið í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir sigur á Napoli á heimavelli í 16-liða úrslitum í kvöld.
Fyrri leik liðanna á Ítalíu lauk 1-1 en Börsungar byrjuðu mun betur í kvöld og komust í 2-0 eftir rúman stundarfjórðung með mörkum Fermin Lopez og Joao Cancelo með skömmu millibili.
Gestirnir bitu þó frá sér í kjölfarið og á 30. mínútu minnkaði Amir Rrahmani muninn fyrir þá. Staðan í hálfleik 2-1.
Munurinn var eitt mark allt þar til á 83. mínútu þegar Robert Lewandowski innsiglaði 3-1 sigur Barcelona. 4-2 samanlagt og Katalóníuliðið komið áfram.
Í hinum leik kvöldsins mætast Arsenal og Porto en þar er framlenging.