fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
433Sport

Blómlegur rekstur á Akureyri á síðasta ári – Kostnaður við leigu var 40 milljónir en laun hækkuðu lítið

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 11. mars 2024 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Blómlegur rekstur var á knattspyrnudeildar KA á síðasta ári. Rekstrartekjur félagsins á árinu 2023 námu kr. 441,0 millj. en voru kr. 292,2 millj. kr. árið 2022 og hafa hækkað um 50,9% á milli ára.

Hagnaður ársins nam kr. 47,2 millj. í samanburði við kr. 9,6 millj. tap árið 2022. Heildareignir námu í árslok kr. 117,9 millj. og eigið fé var kr. 90,8 millj.

Félagið tók á árinu 2023 þátt í evrópukeppni sem hafði veruleg áhrif á bæði tekjur og rekstrargjöld ársins. Tekjur vegna félagaskipta leikmanna námu kr. 4,7 millj. samanborið við kr. 37,9 millj. á árinu 2022. Framangreindir liðir hafa veruleg áhrif á afkomu áranna.

Meira:
Sögulegur ársreikningur í Kópavogi – Tekjur námu yfir milljarði og laun hækkuðu vel
Þungur rekstur í Kaplakrika á síðasta ári – Skammtímaskuldir yfir 100 milljónir
Taprekstur í Garðabæ vekur athygli – Tekjur jukust gríðarlega en launakostnaður rauk upp
Titlarnir í Fossvoginn komu ekki ókeypis – Laun hækkuðu mikið og tapið á rekstrinum var 16 milljónir
Blómlegur rekstur á Akranesi – Hagnaður síðasta árs var 88,2 milljónir og eru líklega Hákoni að þakka
Gríðarlegur viðsnúningur í rekstrinum á Hlíðarenda – Laun lækkuðu og hagnaðurinn var mikill
Sjáðu mikið tap á rekstri HK
Reksturinn í molum hjá Fjölni – Tugmilljóna tap á síðasta ári
Hagnaður á rekstrinum í Árbænum – Laun hækkuðu milli ára

Rekstrargjöld félagsins fóru upp um 102 milljónir á milli ára en laun og launatengd gjöld hækkuðu um 9 milljónir. Annar rekstrarkostnaður eykst mikið en þar er ferðakostnaður stærsti liðurinn, hann hækkar um 80 milljónir á milli ár.

KA var rekið með tæplega 10 milljóna króna halla tímabilið á undan en hagnaðurinn árið 2023 var eins og fyrr segir tæpar 50 milljónir.

Knattspyrnudeildin á 40 milljónir í handbært fé og rúmar 40 milljónir í hlutabréfum. Athygli vekur að KA borgaði rúmar 40 milljónir í leigu en hluti af því er kostnaður við að halda Evrópuleiki á heimavelli Fram þar sem svæði KA fékk ekki stimpil frá UEFA.

Reikninginn má sjá hérna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Talaði Trump af sér?
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Meistararnir sýna ungstirni Real Madrid áhuga

Meistararnir sýna ungstirni Real Madrid áhuga
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Pantaði þjónustu fylgdardömu en svo tók kvöldið U-beygju – Fyrrum kollegi leysir frá skjóðunni og varpar nýju ljósi á brottreksturinn

Pantaði þjónustu fylgdardömu en svo tók kvöldið U-beygju – Fyrrum kollegi leysir frá skjóðunni og varpar nýju ljósi á brottreksturinn
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Segir þetta helsta muninn á að búa í Kína og Evrópu – „Bara þeir sem búa hérna skilja það“

Segir þetta helsta muninn á að búa í Kína og Evrópu – „Bara þeir sem búa hérna skilja það“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Varð vitni að því þegar Kári Árna lokaði þessum tveimur samningum úti á golfvelli – „Spilaði svo hið fullkomna golf“

Varð vitni að því þegar Kári Árna lokaði þessum tveimur samningum úti á golfvelli – „Spilaði svo hið fullkomna golf“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Amorim til í að losna við þessa tvo í janúar

Amorim til í að losna við þessa tvo í janúar
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Harmsaga Grétars og bróður hans í Tælandi – Höfuðkúpubrotinn eftir að hafa verið byrlað

Harmsaga Grétars og bróður hans í Tælandi – Höfuðkúpubrotinn eftir að hafa verið byrlað