Alex Freyr Elísson verður leikmaður Fram á allra næstu dögum. Þetta herma öruggar heimildir 433.is.
Hægri bakvörðurinn var seldur frá Fram til Breiðabliks fyrir síðustu leiktíð en fann ekki taktinn í Kópavogi undir stjórn Óskars Hrafns Þorvaldssonar.
Alex var lánaður til KA um mitt síðasta tímabil en meiddist þar og missti af lokum tímabilsins.
Samkvæmt heimildum 433.is er allt klappað og klárt og mun Alex skrifa undir samninginn á næstunni.
Alex er uppalinn í Fram og var einn besti bakvörður Bestu deildarinnar sumarið 2022 með liðinu. Alex er fæddur árið 1997 og snýr nú aftur heim og mun spila undir stjórn Rúnars Kristinssonar.