Matheus Nunes, leikmaður Manchester City, varð fyrir ansi óheppilegum meiðslum gegn FC Kaupmannahöfn í Meistaradeild Evrópu í gær.
Liðin mættust í 16-liða úrslitum en City var svo gott sem komið áfram eftir að hafa unnið fyrri leikinn 1-3 í dönsku höfuðborginni. Niðurstaðan í gær varð sú sama og Evrópumeistararnir flugu í 8-liða úrslit.
Það sem fólk er hins vegar að ræða eftir leik eru meiðsli Nunes á fingri sínum. Áttu þau sér stað þegar tæpar 20 mínútur lifðu leiks.
Myndir af meiðslunum eru ekki fyrir viðkvæma. Sjón er sögu ríkari.