Knattspyrnudeild FH var rekinn með um 15 milljóna króna halla á síðasta ári en taprekstur ársins á undan var svipaður.
Ljóst er að á ársreikningum knattspyrnudeilda að reksturinn á síðasta ári var þungur, þannig var tap á rekstri Stjörnunnar, Víkings og HK svo dæmi séu tekin af þeim reikningum sem hafa verið birtir.
Meira:
Taprekstur í Garðabæ vekur athygli – Tekjur jukust gríðarlega en launakostnaður rauk upp
Titlarnir í Fossvoginn komu ekki ókeypis – Laun hækkuðu mikið og tapið á rekstrinum var 16 milljónir
Blómlegur rekstur á Akranesi – Hagnaður síðasta árs var 88,2 milljónir og eru líklega Hákoni að þakka
Gríðarlegur viðsnúningur í rekstrinum á Hlíðarenda – Laun lækkuðu og hagnaðurinn var mikill
Sjáðu mikið tap á rekstri HK
Tekjur knattspyrnudeildar FH voru rúmar 570 milljónir á síðasta ári og hækkuðu um rúmar 70 milljónir á milli ára. Um er að ræða rekstur meistaraflokka og yngri flokka.
Launakostnaður deildarinnar hækkaði um fimm milljónir á milli ára og var 196 milljónir á síðasta ári.
Rekstrarkostnaður unglingaráðs hækkar nokkuð á milli ára eða um 22 milljónir og var 217 milljónir.
Undir liðnum annar rekstrarkostnaður er svo gríðarleg hækkun, var hann 159 milljónir árið 2023 en árið á undan 113 milljónir.
FH keypti leikmenn fyrir tíu milljónir á síðasta ári en seldi leikmenn fyrir rúmar 30 milljónir.
Skammtímaskuldir félagsins eru rúmar 100 milljónir og þar af eru tæpar 39 milljónir í yfirdrátt á tékkareikningum.