fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
433Sport

Reksturinn í molum hjá Fjölni – Tugmilljóna tap á síðasta ári

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 6. mars 2024 14:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ljóst er að rekstur knattspyrnudeildar Fjölnis er í málum, tekjur félagsins á síðasta ári hrundu á milli ára en þrátt fyrir það var aukning í útgjöldum.

Knattspyrnudeild Fjölnis hefur birt ársreikning sinn fyrir síðasta ár, tap félagsins á rekstrinum var tæpar 45 milljónir. Árið á undan var tveggja milljóna króna hagnaður.

Meira:
Þungur rekstur í Kaplakrika á síðasta ári – Skammtímaskuldir yfir 100 milljónir
Taprekstur í Garðabæ vekur athygli – Tekjur jukust gríðarlega en launakostnaður rauk upp
Titlarnir í Fossvoginn komu ekki ókeypis – Laun hækkuðu mikið og tapið á rekstrinum var 16 milljónir
Blómlegur rekstur á Akranesi – Hagnaður síðasta árs var 88,2 milljónir og eru líklega Hákoni að þakka
Gríðarlegur viðsnúningur í rekstrinum á Hlíðarenda – Laun lækkuðu og hagnaðurinn var mikill
Sjáðu mikið tap á rekstri HK

Tekjur knattspyrnudeildar Fjölnis voru á síðasta ári 165 milljónir en voru árið á undan 194 milljónir. Munar þar mest um tekjur frá styrktaraðilum. Voru þær árið 2022 um 47 milljónir en aðeins um 25 milljónir í fyrra, lækkun um 22 milljónir á einu ári.

Laun og tengd gjöld voru 138 milljónir á síðasta ári og hækkuðu um 17 milljónir á milli ára. Launakostnaður við leikmenn var 29 milljónir króna og hækkar um 6 milljónir á milli ára.

Útgjöld félagsins voru í heild 210 milljónir og hækkuðu um 19 milljónir á milli ára. Ljóst má vera að félagið þarf að taka verulega til í bókhaldinu sínu miðað við 45 milljóna króna tap á rekstrinum.

Ársreikning Fjölnis má sjá hérna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Karius ansi óvænt orðaður við stórlið

Karius ansi óvænt orðaður við stórlið
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Meistararnir sýna ungstirni Real Madrid áhuga

Meistararnir sýna ungstirni Real Madrid áhuga
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Real Madrid hefur áhuga á besta leikmanni Englands í dag

Real Madrid hefur áhuga á besta leikmanni Englands í dag
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Varð vitni að því þegar Kári Árna lokaði þessum tveimur samningum úti á golfvelli – „Spilaði svo hið fullkomna golf“

Varð vitni að því þegar Kári Árna lokaði þessum tveimur samningum úti á golfvelli – „Spilaði svo hið fullkomna golf“
433Sport
Í gær

Hryllingur fyrir markaðsteymi Puma – Búin að eyða mynd þar sem skórnir voru í ruslinu

Hryllingur fyrir markaðsteymi Puma – Búin að eyða mynd þar sem skórnir voru í ruslinu
433Sport
Í gær

Greindist með sjúkdóm og þurfti að læra að labba á nýjan leik – Segir frá bataferlinu

Greindist með sjúkdóm og þurfti að læra að labba á nýjan leik – Segir frá bataferlinu