Titlarnir þrír sem Víkingur fékk í karla og kvennaflokki í fyrra komu ekki ókeypis. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins.
Samkvæmt rekstrarreikningi nam tap ársins 16,0 millj. kr. (2022: hagnaður 59,9 millj. kr.). Eigið fé í árslok nam 83,9
millj. kr. (2022: 95,8 millj. kr.) samkvæmt efnahagsreikningi.
Meira:
Blómlegur rekstur á Akranesi – Hagnaður síðasta árs var 88,2 milljónir og eru líklega Hákoni að þakka
Gríðarlegur viðsnúningur í rekstrinum á Hlíðarenda – Laun lækkuðu og hagnaðurinn var mikill
Sjáðu mikið tap á rekstri HK
Víkingur varð Íslands og bikarmeistari í karlaflokki og bikarmeistari í kvennaflokki.
Laun og launatengd gjöld hækka um 44 milljónir á milli ára og voru 264 milljónir á síðasta ári.
190 milljónir af því eru verktakagreiðslur sem eru líklega laun leikmanna félagsins.
Víkingur seldi leikmenn fyrir tæpar 100 milljónir en þar á meðal var Logi Tómasson sem seldur var til Noregs og Júlíus Magnússon sömuleiðis.