Mikið hefur verið rætt um nýtt og flóknara fyrirkomulag í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. UEFA birti í dag myndband þar sem þetta fyrirkomulag er útskýrt.
Frá og með næstu leiktíð verða ekki lengur 32 lið í Meistaradeild Evrópu og þeim skipt í átta fjögurra liða riðla. Þess í stað taka 36 lið þátt, er þeim skipt í fjóra styrkleikaflokka. Liðin spila svo átta leiki, fjóra á heimavelli og fjóra á útivelli. Mæta þau tveimur liðum úr öllum styrkleikaflokkum.
Liðin í sætum 1-8 fara svo beint í 16-liða úrslit, liðin í sætum 9-24 fara í umspil um sæti í 16-liða úrslitum og lið í sætum 25-36 verða úr leik. Frá og með 16-liða úrslitum er keppnin svo eins og þekkist nú.
Svipaðar breytingar verða á hinum tveimur Evrópukeppnunum í karlaflokki, Evrópudeildinni og Sambandsdeildinni.
Með þessu vonast UEFA til að hver leikur og hvert stig skipti meira máli og að fleiri jafnari leikir verði á dagskrá.
Þetta er nánar útskýrt í meðfylgjandi myndbandi.
An exciting new era for European club football awaits 🤩
Here’s how the #UCL will look from 2024/25 👇 pic.twitter.com/mEffFOpX2O
— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) March 4, 2024