fbpx
Laugardagur 31.ágúst 2024
433Sport

Pogba áfrýjar til alþjóðlegra dómstóla – „Ég er sorgmæddur, í áfalli og með brotið hjarta“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 29. febrúar 2024 14:13

/ Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég tel þennan dóm vera rangan,“ segir Paul Pogba í yfirlýsingu sinni en hann var í dag dæmdur í fjögurra ára bann frá fótbolta fyrir að nota ólögleg efni.

Pogba féll á lyfjaprófi og hefur málið verið í kerfinu. Hann áfrýjar nú dómnum á Ítalíu til alþjóðlegra dómstóla. Pogba var tekinn í lyfjapróf eftir leik Juventus og Udinese þann 20 ágúst.

Pogba var ónotaður varamaður í leiknum en gríðarlegt magn af testósterón var í líkama hans og mældist það í prófinu.

Franski miðjumaðurinn gæti því hafa spilað sinn síðasta leik á ferlinum en fjögurra ára bann er ansi langur tími til að skoða svo endurkomu.

„Ég er sorgmæddur, í áfalli og með brotið hjarta. Allt sem ég hef byggt upp á ferli mínum hefur verið tekið frá mér.“

„Þegar ég er ekki lengur bundinn þagnarskyldu þá kemur allur sannleikurinn fram, ég hef aldrei meðvitað tekið ólögleg efni.“

„Ég myndi aldrei gera það sem atvinnumaður til að bæta frammistöðu mína, ég hef aldrei svindlað.“

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Paul Labile Pogba (@paulpogba)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Sjáðu atvikið umdeilda á Emirates: Piers Morgan brjálaður – Var þetta verðskuldað rautt spjald?

Sjáðu atvikið umdeilda á Emirates: Piers Morgan brjálaður – Var þetta verðskuldað rautt spjald?
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

England: Tíu menn Arsenal náðu stigi gegn Brighton

England: Tíu menn Arsenal náðu stigi gegn Brighton
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Toney farinn frá Brentford

Toney farinn frá Brentford
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Hólmbert Aron samdi við Preußen Münster til tveggja ára

Hólmbert Aron samdi við Preußen Münster til tveggja ára
433Sport
Í gær

Sociedad kynnir Orra Stein til leiks

Sociedad kynnir Orra Stein til leiks
433Sport
Í gær

Glugganum skellt í lás í kvöld – Sancho færist nær Chelsea og hvað gerir Sterling?

Glugganum skellt í lás í kvöld – Sancho færist nær Chelsea og hvað gerir Sterling?