U17 karla mætir Finnlandi á miðvikudag í vináttuleik, en leikið er í Finnlandi.
Liðin mætast tvívegis og fer seinni leikurinn fram á föstudag. Leikurinn á miðvikudag fer fram á Eerikkilä Sport School og hefst hann kl. 16:00.
Leikirnir verða báðir sýndir í beinni útsendingu á síðu KSÍ í Sjónvarpi Símans.