Albert Guðmundsson leikmaður Genoa er sá leikmaður í Seriu A sem á flestar lykilsendingar í deildinni á þessu tímabili.
Frammistaða Alberts hefur vakið verðskuldaða athygli en hann er einn besti leikmaður deildarinnar.
Genoa hafnaði 3 milljarða króna tilboði í Albert í janúar en fastlega er búist við því að hann fari í sumar.
Albert hefur skorað níu mörk í deildinni í ár og er fimmti markahæsti leikmaður deildarinnar.
Auk þess að eiga flestar lykilsendingar í deildinni er hann með flestar heppnaðar fyrirgjafir.