Nú er ljóst að Diogo Jota og Curtis Jones verða báðir í stúkunni þegar Liverpool mætir Chelsea í úrslitum enska deildarbikarisns á sunnudag.
Jota og Jones fóru báðir meiddir af velli í sigri Liverpool á Brentford á laugardag.
Úrslitaleikurinn fer fram á Wembley á sunnudag.
Liverpool er að glíma við talsvert af meiðslum þessa dagana en Trent Alexander-Arnold er einnig meiddur. Dominik Szoboszlai og Alisson eru tæpir.
Þá eru Thiago, Stefan Bajcetic, Joel Matip og Ben Doak allir meiddir og hafa verið í lengri tíma.