Andri Lucas Guðjohnsen skoraði fyrir lið Lyngby í dag sem spilaði við Nordsjælland í efstu deild Danmerkur.
Andri hefur verið sjóðandi heitur í vetur og var að skora sitt sjöunda deildarmark í 3-2 tapi.
Kolbeinn Þórðarson komst einnig á blað í Evrópuboltanum en hann gerði mark fyrir Gautaborg sem vann United Nordic í sænska bikarnum.
Mark Kolbeins var gríðarlega mikilvægt en hann sskoraði sigurmarkið á 95. mínútu í 4-3 sigri – Gautaborg hafði jafnað metin á 93. mínútu.
Freyr Alexandersson og hans menn í Kortrijk töpuðu þá öðrum deildarleik sínum í röð í Belgíu og er útlitið afskaplega svart.
Topplið Royale Union vann 3-1 útisigur á Kortrijk sem er í neðsta sæti, sjö stigum frá öruggu sæti.