Knattspyrnumaðurinn fyrrverandi, Rúrik Gíslason malar gull en þetta kemur fram í ársreikningi á fyrirtæki hans fyrir árið 2022. Ljóst er að árið 2023 var líklega betri í rekstri.
Fyrirtækið heldur utan um þær tekjur sem Rúrik fær fyrir það að koma fram og þær auglýsingar sem hann tekur þátt í. Svo eitthvað sé nefnt.
Rekstrartekjur RG19 Viðburða ehf á árinu voru 79.476.750 kr. en voru 36.781.550 kr. árið 2021 og jukus því um 42.695.200 kr. eða um 116,1%.
Rekstrarhagnaður á árinu nam 36.875.094 kr. en rekstrarhagnaður á árinu 2021 nam 21.924.556 k
Rúrik sem var farsæll atvinnumaður í knattspyrnu og landsliðsmaður ákvað árið 2020 að hætta í fótbolta, þrátt fyrir ungan aldur.
Hann hafði öðlast mikla frægð í kringum Heimsmeistaramótið árið 2018 og ákvað að kýla á að nýta þær vinsældir. Hefur hann síðan þá öðlast mikla frægð í Þýskalandi þar sem hann lék lengi vel fótbolta.
Frá því að Rúrik hætti í knattspyrnu hefur hann farið í hin ýmsu verkefni, tekið þátt í dansþáttum, verið hluti af hljómsveitinni Ice Gusy og miklu fleira. Það hefur skilað miklum tekjum.
Eigið fé félagsins í eigu Rúriks nam 49.368.447 kr. í árslok að meðtöldu hlutafé en var 22.493.353 kr. við lok árs 2021. Í árslok var eiginfjárhlutfall 67,9% samanborið við 65,9% árið 2021.
Líklegt verður að teljast að árið 2023 hafi gefið Rúrik talsvert hærri tekjur þar sem Ice Guys hljómsveitin sló í gegn og virtist mala gull með sjónvarpsþáttum og tónleikahaldi.