Leikmannasamtök Íslands vilja gera breytingar á samningum knattspyrnufélaga við leikmenn og leggja til að bannað verði að æfa á sunnudögum. Þá vilja samtökin að félögin fari að greiða fyrir kostnað sem fallið getur til vegna iðkunar
Þá má bara æfa tvisvar í mánuði á laugardegi.
Þá leggja samtökin til að lágmarkslaun séu í efstu tveimur deildum hér á landi. Þannig fá leikmenn í efstu deild karla og kvenna hið minnsta 100 þúsund krónur og í næst efstu deild 75 þúsund krónur.
Þá verði það gert að skyldu að borgað verði í Leikmannasamtök Íslands.
Tillagan:
Tillagan er gerð með einföldun í huga.
Hugtök nr. 3, 4 & 5 þurfa að vera skýrari til þess að taka allan vafa út hvað varðar greiðslur og launatengd gjöld leikmannasamninga. Með því að sameina lið 3, 4 & 5 undir nýja 4 grein, er orðið skýrara í reglugerð hvers konar samning félag og leikmaður skrifar undir.
Hugtak nr. 6.
Kjósi félag að semja við leikmann um mánaðarlegar greiðslur, verður sá samningur launþegasamningur. Launþegasamningur felur í sér að félag stendur að greiðslu skatta og annarra launatengdra gjalda samkvæmt landslögum um launþegagreiðslu.
Lágmarkslaun skulu vera sett í efstu tveimur deildum, karla og kvenna, þar sem launþegasamningar gilda, og lagt er til að lágmarkslaun per mánuð verði á eftirfarandi hátt: – Efsta deild KK og KVK: 100.000kr. – 1.deild KK og KVK: 75.000kr
Greiðsla í stéttarfélag fyrir knattspyrnuleikmenn yrði til hagsmunasamtaka leikmanna, Leikmannasamtök Íslands (LSÍ), sem tilheyra undir alþjóðlegu leikmannasamtökin FIFPro. Leikmannasamtök Íslands standa vörð um hagsmuni leikmanna á Íslandi og eru viðurkennd af FIFPro. Kostnaður að aðild LSÍ er 7.500kr á ári og greiðist að hálfu félaga í janúar/febrúar á ári hverju. Með tillögu LSÍ getur íslensk knattspyrna tekið skrefið í átt að betri umgjörð innan sem utan vallar.