Sir Jim Ratcliffe, sem er að eignast 25% hlut í Manchester United og taka yfir fótboltahlið félagsins, ætlar að selja Jadon Sancho í sumar og hefur skellt á hann verðmiða.
Football Insider heldur þessu fram en Sancho er sem stendur á láni hjá Dortmund.
Sancho gekk í raðir United sumarið 2021, einmitt frá Dortmund, á 73 milljónir punda. Hann stóð ekki undir væntingum og átti þá í stríði við knattspyrnustjórann Erik ten Hag.
Englendingurinn ungi var því lánaður til Dortmund en miðað við fréttir snýr hann ekki aftur til United.
Því er haldið fram að Ratcliffe vilji fá 40-50 milljónir punda fyrir liekmanninn í sumar.
Það þykir ólíklegt að Dortmund geti gengið að verðmiðanum og launakröfum leikmannsins. Framtíð Sancho er því í lausu lofti.