fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
433Sport

Theodór Elmar spenntur fyrir nýjum tímum og lofsyngur Gregg Ryder – „Ekkert eðlilega ánægður með hann“

433
Laugardaginn 3. febrúar 2024 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Theodór Elmar Bjarnason, fyrrum landsliðsmaður og leikmaður KR, var gestur í nýjasta þætti Íþróttavikunnar. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum, sem kemur út alla föstudaga á 433.is, Hringbraut.is og í Sjónvarpi Símans.

video
play-sharp-fill
Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google

Það eru spennandi tímar hjá KR. Auknir fjármunir hafa verið settir í félagið og þá var Gregg Ryder ráðinn nýr þjálfari.

„Þetta er nýtt upphaf með nýjum þjálfara. Eins og staðan er núna eru menn mjög spenntir,“ sagði Elmar, sem er mjög hrifinn af Ryder og hans hugmyndafræði.

„Ég er ekkert eðlilega ánægður með hann. Hann kemur með ferskan anda, er mjög djarfur þjálfari og sóknarþenkjandi. Ég tel að það muni henta mér og mörgum öðrum leikmönnum í liðinu. Hann er skemmtilegur karakter svo þetta er spennandi.

Ég mun ábyggilega spila flesta leiki framarlega á miðjunni, þar sem ég hefði átt að spila allan minn feril, en þjálfarar eru mismunandi.“

Rúnar Kristinsson, goðsögn hjá KR, yfirgaf félagið í haust eftir að samningur hans var ekki endurnýjaður.

„Þetta er allt saman nýtt fyrir öllum. Rúnar er búinn að vera lengi og gera frábæra hluti. Menn voru komnir í einhverja rútínu með það. Nú er nýr þjálfari, nýtt teymi. Þá breytast hlutirnir og þá fara menn að taka eftir ýmsum hlutum. Maður tekur alveg eftir því að það er aukinn áhugi og verið að fylgjast betur með.“

Aron Sigurðarson og Alex Þór Hauksson eru þegar komnir til KR úr atvinnumennsku.

„Þetta eru tveir leikmenn sem, ef allt er eðlilegt, ættu að vera í hópi betri manna á íslandsmótinu. Miðað við fyrstu vikurnar stefnir í það. En við sem lið þurfum að geta eitthvað til að þeir nái að skína,“ sagði Elmar.

Umræðan í heild er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Mourinho um eigin leikmenn: ,,Þetta var stórslys“

Mourinho um eigin leikmenn: ,,Þetta var stórslys“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ekkert til í því að Pogba hafi heimsótt æfingasvæðið í Manchester

Ekkert til í því að Pogba hafi heimsótt æfingasvæðið í Manchester
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sér alls ekki eftir því að hafa yfirgefið Manchester United – ,,Kom inn í lið sem var í vandræðum“

Sér alls ekki eftir því að hafa yfirgefið Manchester United – ,,Kom inn í lið sem var í vandræðum“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Diaz sagður horfa til Barcelona

Diaz sagður horfa til Barcelona
433Sport
Í gær

England: Duran og Rogers kláruðu Manchester City

England: Duran og Rogers kláruðu Manchester City
433Sport
Í gær

Gaf öllum liðsfélögunum 42 þúsund króna jólagjöf

Gaf öllum liðsfélögunum 42 þúsund króna jólagjöf
Hide picture