Síðastliðin ár hefur UEFA greitt félögum í Bestu deild karla sérstakt framlag vegna þróunarstarfs barna og unglinga í knattspyrnu (Clubs Youth Development) og er þetta framlag hluti af þeim tekjum sem UEFA hefur af Meistaradeild karla UEFA. UEFA greiðir nú í annað sinn framlag til félaga í efstu deild kvenna vegna Meistaradeildar kvenna UEFA.
Í fjárhagsáætlun KSÍ fyrir árið 2023 var gert ráð fyrir 50 milljóna króna framlagi til viðbótar við framlag UEFA til þróunarstarfs. Framlag KSÍ til aðildarfélaga sinna skal renna óskipt til eflingar knattspyrnu barna og unglinga frá yngstu iðkendum til og með 2. aldursflokks karla og kvenna. Úthlutun er háð því að félög haldi úti sjálfstæðri starfsemi í yngri flokkum beggja kynja. Félög sem taka þátt í samstarfi í yngri flokkum eða eru ekki með þátttökulið í Íslandsmóti í yngri flokkum beggja kynja fá 75% framlag miðað við deildarstöðu meistaraflokks.
Samþykkt stjórnar KSÍ um úthlutun fjármagns UEFA og KSÍ til eflingar þróunarstarfs í knattspyrnu árið 2023:
Framlag UEFA til aðildarfélaga til eflingar þróunarstarfs rennur til þeirra félaga sem léku annars vegar í Bestu deild karla 2023 (Clubs Youth Development), að undanskildum þeim félögum sem hafa þegar fengið greiðslur frá UEFA vegna þátttöku sinnar í Evrópukeppnum félagsliða og hins vegar til þeirra félaga sem léku í Bestu deild kvenna árið 2022 (að undanskildum þeim félögum sem hafa þegar fengið greiðslur frá UEFA vegna þátttöku sinnar í Evrópukeppnum félagsliða).
Úthlutun er háð því að félög haldi úti starfsemi í yngri flokkum og hafi samþykkta áætlun um uppeldisstarf, skv. leyfisreglugerð KSÍ. Framlag UEFA rennur einungis til félaga í Bestu deild karla og kvenna skv. ákvörðun UEFA.
Framlag KSÍ til eflingar þróunarstarfs í knattspyrnu barna og unglinga að upphæð 50 m.kr. til annarra félaga en þeirra félaga sem léku í Bestu deild karla 2023 og Bestu deild kvenna 2022, með þeirri undantekningu að félög sem fá framlag frá UEFA vegna keppnisliðs í Bestu deild kvenna (sem tók ekki þátt í Evrópukeppni félagsliða) fá aukaframlag frá KSÍ (390.000) til að jafna stöðu miðað við önnur félög í sömu deild. Úthlutun er háð því að félög haldi úti sjálfstæðri starfsemi í yngri flokkum beggja kynja. Félög sem taka þátt í samstarfi í yngri flokkum eða eru ekki með þátttökulið í Íslandsmóti í yngri flokkum beggja kynja fá 75% framlag miðað við deildarstöðu meistaraflokks.
Greiðslan til félaganna skal renna óskipt til eflingar knattspyrnu barna og unglinga frá yngstu iðkendum til og með 2. aldursflokks karla og kvenna. Dæmi um kostnaðarliði í þessu starfi eru laun þjálfara, ferðakostnaður vegna þátttöku í keppni, aðstöðuleiga, kaup á tækjum og áhöldum.
Á fundi sínum þann 10. janúar 2023 samþykkti stjórn KSÍ að áskilja sér þann rétt að kalla eftir staðfestingum frá aðildarfélögum sínum um ráðstöfun styrksins. Þegar um samstarfsfélög (skástriksfélög) er að ræða þá er framlagið byggt á stöðu í deild skipt á milli þeirra félaga sem að samstarfinu standa. Önnur félög, með starfsemi í yngri flokkum, geta sótt um styrk til þróunarstarfs en þurfa að sýna fram á starfsemi sína og skal það gert fyrir 31. janúar 2024.
Svona skiptust fjárhæðirnar:
Bestu- og Lengjudeildir karla og kvenna 2023
Breiðablik (jöfnunarframlag) 390,000
ÍBV (jöfnunarframlag) 390,000
Keflavík (jöfnunarframlag) 390,000
KR (jöfnunarframlag) 390,000
Tindastóll 2,280,000
Selfoss (jöfnunarframlag) 390,000
Þór 2,280,000
Þróttur R (jöfnunarframlag) 390,000
Þór/KA (jöfnunarframlag) 390,000
Fjölnir 2,280,000
Afturelding (jöfnunarframlag) 390,000
Grindavík 2,280,000
Grótta 2,280,000
ÍA 2,280,000
Leiknir R 1,710,000
Njarðvík 2,280,000
Vestri 2,280,000
Ægir 1,710,000
2. deild karla og 2. d. kvenna 2023
Dalvík 1,425,000
Haukar 1,425,000
Höttur 1,425,000
ÍR 1,425,000
KF 1,425,000
Sindri 1,425,000
Víkingur Ó 1,425,000
Völsungur 1,425,000
Þróttur V 1,068,750
Einherji 1,068,750
3. -5. deild karla 2023
Magni 712,500
Reynir S 712,500
Víðir 712,500
Álftanes 950,000
Hamar 950,000
Skallagrímur 950,000
Uppsveitir 712,500
KFR 950,000
Önnur félög (sem standa að sameiginlegu liði í mfl.)
Kormákur 500,000
Hvöt 500,000
Þróttur N 375,000
Austri 375,000
Valur Rf 375,000
Leiknir F 375,000